Follow

Kvika banki hf.: Samningur um viðskiptavakt

14 October 2021 - 16:15

Kvika banki hf. („Kvika“) hefur undirritað nýjan samning við Arion banka hf. („Arion“) um áframhaldandi viðskiptavakt á hlutabréfum útgefnum af Kviku. Hlutabréfin eru skráð í viðskiptakerfi Nasdaq Iceland hf. með auðkennið KVIKA. Með samningnum fellur úr gildi eldri samningur við Arion um viðskiptavakt með hluti félagsins.

Samkvæmt samningnum mun viðskiptavaki setja fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf Kviku í viðskiptakerfi Nasdaq Iceland fyrir opnun markaðar. Tilboð viðskiptavaka skulu að lágmarki vera 1.000.000 hlutir. Tilboð skulu endurnýjuð eins og fljótt og unnt er, þó ávallt innan 10 mínútna eftir að þeim er tekið að fullu en þó ekki með meira en 3,0% fráviki frá síðasta viðskiptaverði. Hámarksfjöldi hluta sem viðskiptavaki er skuldbundinn til að kaupa eða selja á hverjum degi er allt að 5.000.000 hluta.

Verðbil milli kaup- og sölutilboða mun fylgja verðskrefatöflu Nasdaq Iceland, eins og hún er hverju sinni þannig að verðbil verði sem næst 1,50% en þó ekki minna en 1,45%. Ef verðbreyting á hlutabréfum Kviku innan dags er umfram 5,0% er viðskiptavaka heimilt að auka verðbil milli kaup- og sölutilboða í 3,0% það sem eftir líður þess dags.

Nánari upplýsingar veitir Halldór Karl Högnason, forstöðumaður fjárstýringar, í síma 540-3200.


Provided by: GlobeNewswire
Nasdaq First North Iceland (Iceland)
Kvika banki hf.
Kvika banki provides Corporate Banking, Corporate Finance, Capital Markets, Proprietary Trading and Treasury, and Asset Management services....
Learn more about company

Related news

We use cookies to make your experience using IPOhub better. By using our site you agree to our use of cookies. Learn More