Follow

Kvika banki hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun

25 July 2021 - 14:47

Í viku 29 keypti Kvika banki hf. („Kvika“ eða „bankinn“) 10.000.000 eigin hluti að kaupverði 238.600.000 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð
19.7.202109:39:511.000.00024,40024.400.000
19.7.202110:20:451.000.00024,40024.400.000
20.7.202109:59:321.000.00024,00024.000.000
20.7.202110:25:011.000.00024,00024.000.000
21.7.202109:41:291.000.00023,80023.800.000
21.7.202110:18:491.000.00023,80023.800.000
22.7.202109:47:521.000.00023,70023.700.000
22.7.202711:30:441.000.00023,55023.550.000
23.7.202109:41:401.000.00023,47523.475.000
23.7.202109:55:571.000.00023,47523.475.000
Samtals 10.000.000 238.600.000

Um er að ræða viðskipti bankans í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 16. júlí sl. og er gerð í samræmi við heimild hluthafafundar Kviku þann 21. apríl 2021.

Kvika átti enga eigin hluti fyrir viðskiptin en hefur keypt samtals 10.000.000 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 0,21% af útgefnum hlutum í félaginu. Nemur heildarkaupverð þeirra 238.600.000 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki 117.256.300 hlutum. Þar að auki á TM tryggingar hf., dótturfélag bankans, 6.400.000 hluti sem félagið átti við sameiningu TM hf. og Kviku.

Endurkaupaáætlunin er í gildi frá 19. júlí 2021 til aðalfundar Kviku á árinu 2022, nema hámarks fjölda keyptra hluta verði náð fyrir þann tíma.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við VIII. kafla laga um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005, sem ber heitið „Viðskipti með eigin bréf í endurkaupaáætlunum og verðjöfnun fjármálagerninga.“

Nánari upplýsingar veitir Halldór Karl Högnason, forstöðumaður fjárstýringar, í síma 540 3200.Provided by: GlobeNewswire
Nasdaq First North Iceland (Iceland)
Kvika banki hf.
Kvika banki hf. provides Corporate Banking, Corporate Finance, Capital Markets, Proprietary Trading and Treasury, and Asset Management services....
Learn more about company

We use cookies to make your experience using IPOhub better. By using our site you agree to our use of cookies. Learn More