Follow

Kvika banki hf.: Moody‘s hækkar lánshæfismat innlána hjá Kviku í Baa1; horfur áfram stöðugar

29 June 2022 - 16:09

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Moody's Investors Service („Moody‘s“) tilkynnti í dag hækkun á lánshæfismati innlána (e.deposit rating) Kviku banka hf. („Kvika“) til lengri tíma. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfiseinkunnin því hækkuð úr Baa2 í Baa1 með stöðugum horfum. Moody‘s staðfesti einnig Baa2 lengri tíma lánshæfiseinkunnir Kviku sem útgefanda, Baa1 langtíma- og P-2 skammtímaáhættueinkunnir sem mótaðila (CRR) og Baa1(cr) langtíma- og P-2(cr) einkunnir sem mótaðila til skamms tíma (CR). Horfur einkunna vegna innlána og sem útgefanda eru stöðugar.

Í viðhengi má sjá tilkynninguna sem birt var af Moody‘s.

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við fjárfestatengsl Kviku banka á netfanginu [email protected] eða í síma 540 3200.

Viðhengi


Provided by: GlobeNewswire
Nasdaq First North Iceland (Iceland)
Kvika banki hf.
Kvika banki provides Corporate Banking, Corporate Finance, Capital Markets, Proprietary Trading and Treasury, and Asset Management services....
Learn more about company

Related news

We use cookies to make your experience using IPOhub better. By using our site you agree to our use of cookies. Learn More