Follow

Kvika banki hf.: Drög að uppgjöri annars ársfjórðungs 2021 – afkoma fjórðungsins áætluð á bilinu 3.550 – 3.650 m.kr.

25 July 2021 - 13:51

Drög að uppgjöri Kviku banka hf. fyrir annan ársfjórðung 2021 liggja nú fyrir en samkvæmt þeim er afkoma fjórðungsins áætluð á bilinu 3.550 – 3.650 m.kr fyrir skatta.

Sögulega lágt samsett hlutfall TM og ávöxtun fjáreigna umfram væntingar

Samsett hlutfall TM var um 80,8% á öðrum ársfjórðungi og frá áramótum 91,5%. Ávöxtun fjáreigna hjá TM var 3,6% á tímabilinu. Afkoma TM á öðrum ársfjórðungi nam um 1.870 m.kr. fyrir skatta.

Góður vöxtur í hreinum þóknana- og vaxtatekjum á öðrum ársfjórðungi

Hreinar þóknanatekjur jukust um rúmlega 20% á milli fjórðunga og námu 2.046 m.kr. á öðrum ársfjórðungi en hreinar vaxtatekjur námu 1.156 m.kr.

Hreinar fjárfestingatekjur á fjórðungnum námu 2.003 m.kr. en þar af vegna TM 1.142 m.kr.

Uppgjörið er enn í vinnslu og könnun endurskoðanda ekki lokið. Uppgjörið gæti því tekið breytingum fram að birtingardegi. Uppgjör annars ársfjórðungs verður birt þann 26. ágúst 2021.


Provided by: GlobeNewswire
Nasdaq First North Iceland (Iceland)
Kvika banki hf.
Kvika banki hf. provides Corporate Banking, Corporate Finance, Capital Markets, Proprietary Trading and Treasury, and Asset Management services....
Learn more about company

We use cookies to make your experience using IPOhub better. By using our site you agree to our use of cookies. Learn More